Petanque-völlurinn í Gufunesi

Viljum vekja athygli á ýmsum fróðleik um Petanque undir "TENGLAR" og þá sérstaklega kennslumyndband Petanque.

Reglur um Petanque og úrdráttur úr þeim er að finna undir flipanum "Um félagið"

Aðalfundur Petanque Reykjavík 2023 


Aðalfundur Petanque Reykjavíkur verður haldinn 4. júní kl 10 við völlinn í Gufunesi. Fundarefni samkvæmt lögum félagsins. Veitingar í boði og mót að loknum fundi.
Stjórnin. 

Sumarmót og aðalfundur 2021

Sumarmót og aðalfundur var haldinn 15. júní 2021 á Petanquevellinum í Gufunesi.

Við það tækifæri voru teknar nokkrar myndir

Æfing 25.2.2021

Óvanalegt að hægt sé að æfa í febrúar, sjá myndir 

Aðalfundur og Hvítasunnumót 2020

Komiði sæl. Aðalfundur petanquefélagsins verður haldinn laugardaginn 6. júní kl 10 í Hlöðunni í Gufunesi. Venjuleg aðalfundarstörf. Sólveig gefur ekki lengur kost á sér í stjórn, því þarf einhver að koma nýr inn í stjórnina. Kaffi og léttar veitingar.

Eftir fund kl ca 11 verður haldin einstaklingskeppni í petanque þ.e.a.s Hvítasunnumót Það þarf að skrá sig hjá Sigurði s: 8949495 eða Herði s : 8924511 fyrir fimmtudaginn 4. júní Þátttökugjald er frítt fyrir skuldlausa félagsmenn en kr 1000 fyrir aðra. 

Landsmót UMFÍ 50+   verður á Neskaupstað 28. - 30. júní 2019

Petanque Reykjavík verður með kynningu á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer á Neskaupstað. Kynningin verður kl. 10 - 14 föstudaginn 28. og  laugardaginn 29. júní.

Vormót í Petanque 2019

Vormót í Petanque verður haldið sunnudaginn 12. maí kl. 11:00 á Petangvellinum í Gufunesi. Spilaðar verða 5 umferðir eftir Monrad kerfi. Þátttökugjald er frítt fyrir skuldlausa félagsmenn en kr 1000 fyrir aðra. Tilkynna þarf þáttöku á hre@centrum.is í síðasta lagi 7. maí. 

Sjá "TENGLAR"