Landsmót UMFÍ 50+   verður á Neskaupstað 28. - 30. júní 2019

Petanque Reykjavík verður með kynningu á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer á Neskaupstað. Kynningin verður kl. 10 - 14 föstudaginn 28. og  laugardaginn 29. júní.

Petanque-völlurinn í Gufunesi

Petanque Reykjavík er með æfingar á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl.19:00 og laugardögum kl. 13:00. Allir velkomnir að mæta og taka þátt í æfingu. Yfirleitt auka kúlur á staðnum.

Viljum vekja athygli á ýmsum fróðleik um Petanque undir "TENGLAR" og þá sérstaklega kennslumyndband Petanque.

Vormót í Petanque 2019

Vormót í Petanque verður haldið sunnudaginn 12. maí kl. 11:00 á Petangvellinum í Gufunesi. Spilaðar verða 5 umferðir eftir Monrad kerfi. Þátttökugjald er frítt fyrir skuldlausa félagsmenn en kr 1000 fyrir aðra. Tilkynna þarf þáttöku á hre@centrum.is í síðasta lagi 7. maí. 

Sjá myndir frá mótinu

 

Sjá "TENGLAR"